Mikilvægustu eiginleikar leiðtoga í dag?

Heimurinn einkennist af örum breytingum, óvissu og krefjandi alþjóðlegum og innlendum áskorunum, eins og loftslagsvánni, tækniþróun og auknum ójöfnuði. Að sama skapi eru gríðarlega spennandi tækifæri með tækniþróun, nýsköpun og viðmiðaskiptum svo eitthvað sé nefnt.

Leiðtoga er að finna víða í samfélaginu en hér ætlum við að einbeita okkur að leiðtogum í atvinnulífinu.

Hver telur þú vera mikilvægustu einkennin sem leiðtogar í dag þurfa að hafa? Raðaðu í forgangsröð.

Athugið að það fer eftir vöfrum hvort að draga eigi til setningar í þá röð sem við á eða setjið viðeigandi tölustaf við.

  • Skýr framtíðarsýn
  • Tilgangsmiðaður leiðtogi (e. purpose-driven leadership)
  • Hugrekki
  • Samkennd
  • Skapar vinnumenningu sem styður við nýsköpun og nýjar hugmyndir
  • Sýnir sveigjanleika á tímum óvissu (adaptive leadership in uncertain contexts)
  • Dregur fram það besta í fólki
  • Leiðir saman og samræmir vel störf ólíkra hópa
  • Vinnur markvisst með fjölbreytileika
  • Nýtir vel nýjustu tækni
  • Hefur sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð sem leiðarstef í rekstri
  • Er vel að sér í alþjóðamálum og - áskorunum